• þri. 14. feb. 2006
  • Landslið

Beenhakker leitar að leikmönnum fyrir T&T

Leo Beenhakker, þjálfari T&T
leo_beenhakkar_talar

Leo Beenhakker, þjálfari landsliðs Trinidad & Tobago, leitar nú að sterkum leikmönnum um allan heim sem eiga rætur sínar að rekja til landsins og gætu leikið með liðinu á HM í sumar.

Á meðal þeirra leikmanna sem Beenhakker hefur augastað á eru þrír leikmenn sem leika með félögum í ensku úrvalsdeildinni - Jlloyd Samuel hjá Aston Villa, Bobby Zamora hjá West Ham og Justin Hoyte sem er í láni hjá Sunderland frá Arsenal. 

Allir þessir leikmenn hafa reyndar leikið með yngri landsliðum Englands, þannig að ólíklegt er að þeir fái heimild til að leika með landsliði Trinidad & Tobago, þrátt fyrir breyttar reglur FIFA í þessum málum.