Hilmari Björnssyni veitt sérstök viðurkenning
Sérstök viðurkenning var afhent Hilmari Björnssyni, sjónvarpsstjóra Sýnar, á ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti Hilmari viðurkenninguna.
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur á undanförnum árum lagt sífellt aukinn metnað í sjónvarpsútsendingar frá íslenskri knattspyrnu og hefur Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri Sýnar, haft frumkvæði að þeim breytingum.
Á síðasta ári voru beinar útsendingar frá fleiri leikjum í Landsbankadeild karla en nokkru sinni fyrr, alls 29 leikir (í heild eða að hluta). Útsendingum hefur ekki bara fjölgað, heldur hafa gæði og umgjörð útsendinganna tekið stórstígum framförum.
útsendingar frá efstu deild |
---|
2005 |
29 |
|
|
2004 |
19 |
|
|
2003 |
18 |
|
|
2002 |
19 |
|
|
2001 |
23 |
|
|
2000 |
21 |
|
|
1999 |
20 |
|
|
1998 |
20 |
|