Guðmundur Hilmarsson hlaut Fjölmiðlapennann
Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut Fjölmiðlapenna KSÍ fyrir árið 2005. Það var Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem afhenti Guðmundi fjölmiðlapennann á ársþingi KSÍ.
Guðmundur, sem verður 45 ára á árinu, er “fæddur og uppalinn” FH-ingur. Hann hóf knattspyrnuferilinn með meistaraflokki FH árið 1978 og lék með liðinu alveg þangað til 1992, þegar hann gekk til liðs við Reyni Sandgerði, sem leikmaður og þjálfari, og þjálfaði þar með hléum í fjögur ár. Guðmundur lék alltaf sem varnarmaður, hefur leikið 115 leiki í efstu deild og skorað í þeim 10 mörk, og var að auki fyrirliði FH liðsins um nokkurra ára skeið.
Guðmundur er nú að hefja sitt 17. ár í íþróttafréttamennsku. Hann byrjaði á DV, var þar í 10 ár og flutti sig þá um set yfir á Morgunblaðið, þar sem hann hefur starfað síðan.