• lau. 11. feb. 2006
  • Ársþing

Breiðablik hlaut kvennabikarinn 2005

Fulltrúi Breiðabliks tekur við kvennabikarnum
Kvennab

Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2005 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ. Árni Bragason úr stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.

UMSK gaf KSÍ kvennabikarinn í tilefni af 45 ára afmæli sambandsins árið 1992. Kvennabikarinn er veittur ár hvert fyrir gott starf í kvennaknattspyrnu. Breiðablik náði frábærum árangri á árinu í kvennaflokkum og vann marga meistaratitla.