• fös. 03. feb. 2006
  • Lög og reglugerðir

Ársreikningur KSÍ 2005 birtur

Knattspyrnusamband Íslands
ksi_merki

Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning sinn fyrir 2005.  Heildartekjur KSÍ samstæðunnar 2005 voru 462,2 milljónir króna og heildargjöld voru 435,2 milljónir. Hagnaður varð því 27 milljónir kr. 

Í ljósi þess ákvað stjórn KSÍ að greiða sérstakt framlag til aðildarfélaga af hagnaði, alls 10,7 milljónir kr.  Niðurstaða ársins varð því jákvæð sem nam 16,3 milljónir kr.

Rekstraráætlun KSÍ samstæðunnar 2005 gerði ráð fyrir heildartekjum upp á 437,7 milljónir kr. en heildargjöldum upp á 433,6 milljónir. Heildargjöld samstæðunnar voru því samkvæmt áætlun, en heildartekjur voru nokkuð umfram áætlun eða 5,6%, sem skýrist af miklum fjármunatekjum. 

Rekstur KSÍ samstæðunnar stendur sem fyrr á traustum fótum. Eigið fé hennar hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár og var í árslok 2005 197,4 milljónir króna.

Ársreikningur 2005

Fjárhagsáætlun 2006

Ársskýrsla 2005

Ársskýrsla KSÍ fyrir starfsárið 2005 er einnig birt nú og er þetta í fyrsta sinn sem skýrslan er birt viku fyrir ársþing.

Ársskýrsla 2005