KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið 24-26. febrúar
KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið helgina 24-26. febrúar næstkomandi í fundarsal D hjá ÍSÍ í Laugardal. Námskeiðið er opið þeim sem lokið hafa KSÍ I og II námskeiðunum eða A og B stigi í gamla þjálfaramenntunarkerfi KSÍ.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Þátttakendur þurfa að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar. Allt námskeiðið fer fram í Reykjavík.
Hluti af námskeiðinu er 20 tímar þjálfun hjá íþróttafélagi, en það er verkefni sem verður útskýrt betur á námskeiðinu.
Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ í síma 510-2900 eða á tölvupósti: siggi@ksi.is taka þarf fram nafn, kennitölu, heimilisfang, félag, gsm síma og netfang.
Verð námskeiðsins er 16.000 krónur og innifalin eru öll námskeiðsgögn.
Rétt er að benda á að mikil þátttaka er jafnan á þjálfaranámskeið KSÍ og því best að skrá sig sem fyrst.
Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is).