• mán. 30. jan. 2006
  • Lög og reglugerðir

Um deildarbikarinn 2006

Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur
Deildabikarmeistarar_kv_2005

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um miðjan febrúar og hafa reglugerðir í deildarbikar karla og kvenna verið kynntar þeim félögum sem taka þátt.

Heimilt að nota 18 leikmenn

Nú verður heimilað að nota 18 leikmenn í stað 16 áður. Til að koma í veg fyrir óþarfa tafir á leiknum þurfa 3 af þessum 7 skiptingum að vera gerðar í leikhléi. Notað er sérstakt leikskýrsluform fyrir 18 leikmenn sem KSÍ leggur til (rautt leikskýrsluform).

Úrslitakeppni karla

Úrslitakeppni A-deildar hefur verið minnkuð. Nú komast 2 lið áfram úr hvorum riðli í stað 4 áður.

Ólöglegir leikmenn

Minnt er sérstaklega á neðangreint ákvæði:

10.2 Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til Dómstóls KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út.