U21 karla mætir Andorra í forkeppninni
Í morgun var dregið í undankeppni EM U21 landsliða karla og mætir Ísland Andorra í forkeppni, þar sem leikið er heima og heiman.
Liðið sem kemst áfram verður í riðli með Ítalíu og Austurríki, þar sem leikin er einföld umferð og fær hvert lið einn heimaleik og einn útileik. Ítalir hafa hampað Evrópumeistaratitli U21 landsliða karla í 5 af síðustu 7 keppnum.
Dagsetningar leikjanna tveggja í forkeppninni hafa ekki verið ákveðnar, en leikdagar í riðlakeppninni liggja nokkurn veginn fyrir.