• fös. 27. jan. 2006
  • Landslið

Mjög spennandi riðill í undankeppni EM 2008

EM 2008
euro2008_logo_landscape

Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM 2008 og er óhætt að segja að riðillinn sem Ísland hafnaði í sé mjög spennandi.  Þrjú Norðurlandalið eru í riðlinum og fjögur af liðunum sjö léku í úrslitakeppni EM 2004.

Ísland er í F-riðli ásamt Svíþjóð, Spáni, Danmörku, Lettlandi, Norður-Írlandi og Liechtenstein, en fjögur fyrstu löndin léku öll í úrslitakeppni EM 2004 í Portúgal.

Liðin hafa nú 30 daga til að koma sér saman um leikdaga, þannig að þeir ættu að liggja fyrir í lok febrúar.

Flestir vildu England

Samkvæmt könnun sem gerð var á forsíðu vefsins vildu lang flestir fá England úr efsta styrkleikaflokki í riðil með Íslandi, eða 60% þátttakenda.  Næstir komu Grikkir með 14%, Hollendingar með 12% og Portúgalar með 8%.  Aðeins 3% vildu fá Svíþjóð og Frakkland, en fæstir vildu Tékka, eða 1%.