U18 karla til Tékklands
Knattspyrnusambandið hefur þekkst boð Tékka um að senda lið skipað leikmönnum fæddum 1989 og síðar á mót í Tékklandi 21. - 27. ágúst.
Þetta er í þrettánda sinn sem þetta mót er haldið í Nymbruk í nágrenni Prag en í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt. Ísland er í B riðli ásamt Belgíu, Póllandi og Slóvakíu en í A riðli eru Tékkland, Noregur, Ungverjaland og Svíþjóð. Efstu þjóðirnar úr hvorum riðli leika til úrslita í mótinuog þjóðirnar í öðru sæti riðlanna um þriðja sætið.