Hvaða lið fær U21 lið Íslands í forkeppninni?
Það verður ekki bara dregið í riðla í undankeppni EM A-landsliða karla á föstudag, heldur einnig í undankeppni EM U21 liða karla. Eins og greint hefur verið frá verður keppnin með nokkuð sérstöku sniði í ár þar sem UEFA hefur ákveðið að færa úrslitakeppnirnar á þau ár sem úrslitakeppnir EM og HM A-landsliða karla eru ekki.
Ísland leikur í forkeppni ásamt 15 öðrum þjóðum sem er skipt í tvo flokka, þar sem leikið er heima og heiman um sæti í riðlakeppninni og munu mótherjarnir koma úr hópi þessara liða:
- Malta, Eistland, Kasakstan, Aserbaijan, San Marínó, Lúxemborg, Andorra og Liechtenstein.
Þegar dregið hefur verið í forkeppnina verður dregið í riðlakeppnina, þar sem þrjú lið leika einfalda umferð - hvert lið fær einn heimaleik og einn útileik.
Lesið nánar umdráttinn með því að smella hér.