• þri. 24. jan. 2006
  • Lög og reglugerðir

Hlutgengi leikmanna og þátttökuréttur félaga

Knattspyrnusamband Íslands
ksi_merki
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 23. janúar eftirfarandi breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót:

2.1 Takmörkun á hlutgengi

2.1.2  Nýtt ákvæði

Félagi er heimilt að sækja um sérstaka undanþágu frá grein 2.1.1 fyrir leikmann 15 ára og yngri, ef um er að ræða félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Umsókn félags skal staðfest af forráðamanni leik­manns og henni skal fylgja vottorð viðurkennds fagaðila, t.d. félagsráðgjafa, sálfræðings eða læknis.

Skýring: 

Fram hafa komið ábendingar um að eðlilegt geti verið að ungur leikmaður eigi þess kost að leika með yngri aldursflokki en honum ber af ýmsum félagslegum eða læknisfræðilegum ástæðum.

Núverandi greinar 2.1.2 til 2.1.5 breytist í greinar 2.1.3 til 2.1.6.

2.1.7 Nýtt ákvæði

Félagi er heimilt að láta konur taka þátt í keppni með liði karla í 4. aldursflokki og enn yngri flokkum.

Skýring: 

Af gefnu tilefni er hér slegið föstu að stúlkur séu hlutgengar í liði drengja upp að ákveðnum aldurs­mörkum.

3.1 Þátttökuréttur

3.1.6  (breyting undirstrikuð)

Félög sem ákveða að senda sameiginlegt lið til keppni skv. þessari grein, skulu gera um það skriflegt samkomulagt og senda stjórn KSÍ til staðfestingar fyrir 19. janúar, til þess að það geti öðlast gildi á komandi keppnistímabili. Í slíku samkomulagi skal koma fram m.a. hver beri fjárhagslega ábyrgð á samstarfinu, framkvæmd samstarfsins og stöðu félaga við slit.

Skýring: 

Gert til að samræma lokadag á skilum á samstarfssamningi við lokadag skila á þátttökutilkynningu í mót.  Lokadagurinn var 31. desember.