Dregið í undankeppni EM á föstudag
Dregið verður í riðla í undankeppni EM föstudaginn 27. janúar í Montreux í Sviss kl. 11.00 að íslenskum tíma.
Fimmtíu þjóðir taka þátt í undankeppninni (Austurríki og Sviss komast beint í lokakeppnina sem gestgjafar) og verða þær dregnar í 7 riðla. Í A riðli verða 8 þjóðir en í riðlum B-G verða 7 þjóðir.
Þjóðunum 50 hefur verið skipt í 7 styrkleikaflokka eftir árangri í undankeppnum tveggja síðustu stórmóta (EM 2004 og HM 2006) og er Ísland í fimmta styrkleikaflokki. Í hverjum riðli verður ein þjóð úr hverjum flokki nema í A riðli þar sem verða 2 þjóðir úr 7. flokki. Fyrst verður dregið úr 7. flokki, sú þjóð sem kemur fyrst úr pottinum fer í A riðil, önnur sem dregin er í B o.s.frv. og sú síðasta úr 7. flokki lendir í A riðli. Sami háttur verður svo hafður á flokkum 6-1 en þar eru þjóðirnar jafnmargar riðlunum.
Styrkleikaflokkarnir
1. flokkur: Grikkland, Holland, Portúgal, England, Tékkland, Frakkland og Svííþjóð.
2. flokkur: Þýskaland, Króatía, Ítalía, Tyrkland, Pólland, Spánn og Rúmenía.
3. flokkur: Serbía, Rússland, Danmörk, Noregur, Búlgaría, Úkraína og Slóvakía.
4. flokkur: Bosnía, Írland, Belgía, Lettland, Ísrael, Skotland og Slóvenía.
5. flokkur: Ungverjaland, Finnland, Eistland, Wales, Litháen, Albanía og Ísland.
6. flokkur: Georgía, Makedónía, Hvíta-Rússland, Armenía, N-Írland, Kýpur og Moldavía.
7. flokkur: Liechtenstein, Aserbaijan, Andorra, Malta, Færeyjar, Kazakhstan, Lúxemborg og San Marinó.
Fylgjast má með drættinum í beinni útsendingu á Eurosport og á vefnum á uefa.com