Víkingar skila leyfisgögnum
Nýliðar Víkings urðu í dag fimmta félagið til að skila leyfisgögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006. Áður höfðu Keflavík, Fylkir, ÍA og FH skilað sínum gögnum.
Þar með hefur helmingur félaganna sem eiga lið í deildinni skilað leyfisgögnum. Þau félög sem ekki hafa skilað eru KR, ÍBV, Breiðablik, Valur og Grindavík. Von er á gögnum þessara félaga á föstudag.
Samkvæmt tímatöflu Leyfiskerfisins er síðasti skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, 15. janúar. Fjárhagslegum gögnum á síðan að skila eigi síðar en 15. febrúar.