Um 60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla
Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fara fram dagana 14. og 15. janúar. Æft verður í Egilshöll, Fífunni og Reykjaneshöll.
Breiðablik á flesta fulltrúa í U17 æfingahópnum, eða 5 leikmenn, en ÍA og KR eiga 4 fulltrúa. Afturelding og HK eiga síðan 3 fulltrúa. U17 liðið æfir í Reykjaneshöll og Egilshöll.
Í U19 æfingahópnum eru KR-ingar fjölmennastir með 4 leikmenn, en Grindavík og Víkingur R. eiga 3 fulltrúa. U19 liðið æfir í Reykjaneshöll og Fífunni.
Þjálfari U17 landsliðs karla er Lúkas Kostic, en Guðni Kjartansson þjálfar U19 liðið.