Guðni, Lúkas og Freyr endurráðnir
Knattspyrnusambandið hefur endurráðið þá Guðna Kjartansson, Lúkas Kostic og Frey Sverrisson til eins árs til að þjálfa yngri landslið karla.
Guðni Kjartansson mun stjórna U19 landsliði karla, en hann hefur þjálfað liðið samfellt frá 1992 og stjórnað liðinu í rúmlega 100 landsleikjum.
Lúkas Kostic mun stjórna U17 landsliðið karla, líkt og hann hefur gert síðan 2003, og mun hann einnig þjálfa U21 landslið karla. Þá hefur Lúkas verið ráðinn til að sinna útbreiðslustörfum í fullu starfi fyrir Knattspyrnusambandið á árinu 2006.
Freyr Sverrisson mun áfram hafa umsjón með Knattspyrnuskóla KSÍ, úrtökumóti og U16 landsliði karla. Þá mun Freyr aðstoða þá Guðna og Lúkas við verkefni U17 og U19 landsliðanna.
Guðni |
Lúkas | Freyr |