• mán. 09. jan. 2006
  • Landslið

A landslið kvenna leikur gegn Englandi í mars

Fyrir jafnteflisleikinn 2002
Alidkv2002-0105

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Englendingum ytra fimmtudaginn 9. mars næstkomandi. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn, en þó er ljóst að leikið verður í nágrenni Lundúna.

England og Ísland hafa mæst 7 sinnum áður - enska liðið hefur unnið 6 leiki, en einum hefur lokið með jafntefli (á Laugardalsvelli árið 2002).

Kvennalandsliðið leikur því tvo vináttuleiki gegn Englandi í mars og Hollandi í apríl, sem undirbúning fyrir næstu leiki í undankeppni HM 2007. 

Leikirnir tveir koma í stað Algarve-mótsins sem fyrirhugað var að íslenska liðið tæki þátt í í mars, eins og áður hefur verið greint frá.  Portúgalska knattspyrnusambandið samþykkti hins vegar ekki þátttöku íslenska liðsins í mótinu, þar sem Ísland og Portúgal eru saman í riðli í undankeppni HM 2007.