• fim. 05. jan. 2006
  • Landslið

Viltu starfa við HM 2006 í Þýskalandi?

Heimsmeistarakeppnin 2006
hm_2006_logo

Alls munu um 15.000 sjálfboðaliðar starfa við úrslitakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar, enda skipa sjálfboðaliðar mjög mikilvægan sess í skipulagningu og framkvæmd mótsins.  Áhugasamir aðilar geta sótt um þátttöku til og með 28. febrúar, en nú þegar hafa um 40.000 manns sótt um.  Þrátt fyrir fjölda umsækjenda eiga nýir umsækjendur góða möguleika á að komast að, sérstaklega ef þau uppfylla ákveðin skilyrði.

Meðal hlutverka sem sjálfboðaliðar gegna á stórmóti sem þessu eru móttaka, fylgd og umsjón liða, fjölmiðlamanna, gesta og fylgismanna liðanna, þannig að tungumálakunnátta kemur að góðum notum.  Til dæmis er líklegt að fólk sem talar japönsku starfi í í kringum Japani, ítölskumælandi í kringum Ítali, o.s.frv.

Leitað er að fólki með ríka þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, enda eru einkunnarorð HM 2006 í Þýskalandi "Tími til að eignast vini" ("A time to make friends").

Sótt er um þátttöku á vef HM 2006, eða með því að smella hér.