Fimm knattspyrnumenn tilnefndir
Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða aðilar skipa 10 efstu sætin í kjöri á íþróttamanni ársins 2005, en úrslitin verða kynnt 3. janúar næstkomandi. Á meðal þessara tíu eru fimm knattspyrnumenn. Þetta er í 50. sinn sem samtök íþróttafréttamanna standa að kjöri á íþróttamanni ársins.
tíu efstu í kjörinu (í stafrófsröð) | |||
---|---|---|---|
Ásthildur Helgadóttir | Knattspyrna | ||
Eiður Smári Guðjohnsen | Knattspyrna | ||
Guðjón Valur Sigurðsson | Handknattleikur | ||
Gunnar Heiðar Þorvaldsson | Knattspyrna | ||
Hermann Hreiðarsson | Knattspyrna | ||
Jakob Jóhann Sveinsson | Sund | ||
Jón Arnór Stefánsson | Körfuknattleikur | ||
Ólöf María Jónsdóttir | Golf | ||
Snorri Steinn Guðjónsson | Handknattleikur | ||
Þóra Björg Helgadóttir | Knattspyrna |
Ásthildur Helgadóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru kjörin knattspyrnufólk ársins 2005 af Leikmannavali KSÍ. Þau Þóra B. Helgadóttir, Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson voru öll á meðal efstu manna í kjörinu.
Ásthildur var á meðal markahæstu leikmanna sænsku Damallsvenskan og þótti einn af sterkustu leikmönnum deildrinnar.
Eiður Smári, sem kjörinn var íþróttamaður ársins 2004, lék lykilhlutverk í liði Chelsea sem varð enskur meistari síðastliðið vor.
Gunnar Heiðar bar uppi sóknarleik Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni og var markahæsti leikmaður deildarinnar.
Hermann var lykilmaður í vörn Charlton sem festi sig enn betur í sessi í ensku úrvalsdeildinni.
Þóra Björg stóð sem klettur í marki Breiðabliks sem vann tvöfaldan sigur síðastliðið sumar - hampaði sigri bæði í deild og bikar.