Ráðstefna UEFA um unglingaknattspyrnu
Árleg ráðstefna UEFA - Knattspyrnusambands Evrópu um knattspyrnu barna og unglinga er haldin á Kýpur í vikunni. Ástráður Gunnarsson og Luka Kostic sitja ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ. Ástráður situr í stjórn KSÍ og er einnig formaður unglinganefndar, en Luka Kostic er hefur þjálfað U17 landslið karla undanfarin ár og tók nýlega við stjórn U21 liðs karla af Eyjólfi Sverrissyni.
Á ráðstefnunni eru rædd ýmis mál sem tengjast knattspyrnu barna og unglinga í álfunni, reynsla einstakra landa kynnt og farið yfir sameiginleg hagsmunamál, s.s. mót yngri landsliða og hlutverk þjálfara í menntun og eflingu ungra leikmanna.