• mán. 21. nóv. 2005
  • Fræðsla

KSÍ og ÍSÍ halda sameiginlega ráðstefnu 26. nóvember

Þjálfari að störfum
lidsheild4

Á undanförnum árum hafa fjölmargir knattspyrnuþjálfarar heimsótt erlend félagslið og kynnt sér þjálfun þeirra.  Nokkrir þjálfarar hafa hlotið styrk frá Verkefnasjóði ÍSÍ vegna þessa, en sjóðurinn hefur á undanförnum árum styrkt einstaklinga til að kynna sér þjálfun erlendis. 

Á þessari ráðstefnu er ætlunin að kynna það helsta sem fyrir augu bar og gefa öðrum þjálfurum möguleika á að fá innsýn í heim þjálfunar í Evrópu sem eflaust kemur að góðum notum við knattspyrnuþjálfun barna og unglinga á Íslandi.  Að auki verður fjallað um þjálfun þekktra aðalliða eins og Arsenal og Bolton.

Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir skráningu.

Hægt að skrá sig í síðasta lagi föstudaginn 25. nóvember hér að neðan, með því að senda tölvupóst á netfangið ragga@ksi.is eða með því að hringja í síma 510 2900.  Einnig er hægt að skrá sig www.olympic.is

Ráðstefnan fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 

Dagskrá sameiginlegrar ráðstefnu KSÍ og ÍSÍ um þjálfun erlendis:

13:00  Setning
13:10  Þjálfun hjá Empoli, Ítalíu - Lárus Grétarsson
 
13:40  Þjálfun hjá Bolton, Englandi - Willum Þór Þórsson 
14:10  Þjálfun aðalliðs og varaliðs Werder Bremen, Þýskalandi - Gunnar Guðmundsson

Kaffihlé

15:00  Þjálfun unglinga og aðalliðs Bröndby, Danmörku - Björgvin Finnsson 
15:30  3.stigs markmannsþjálfunarnámskeið í Svíþjóð - Þórður Þórðarson
 
16:00  Þjálfun unglinga og aðalliðs hjá Arsenal, Englandi - Kristján Guðmundsson
16:30  Samantekt og ráðstefnuslit 

Ráðstefnustjórn verður í höndum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fræðslustjóra KSÍ og Andra Stefánssonar, sviðsstjóra Fræðslusviðs ÍSÍ.