ÍBV veitt viðurkenning fyrir grasrótarstarf
ÍBV var á dögunum veitt sérstök viðurkenning fyrir besta grasrótarviðburð ársins 2005 - Shellmót ÍBV, en Shellmótið hefur um árabil verið haldið í Eyjum með miklum glæsibrag.
Það voru fulltrúar KSÍ sem afhentu fulltrúum ÍBV viðurkenninguna á Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum. Að auki fékk ÍBV að gjöf 50 Adidas-knetti af bestu gerð, sem voru afhentir við sama tækifæri.
Þetta er í annað sinn sem sérstök viðurkenning eins og þessi er veitt fyrir grasrótarviðburð, en í fyrra hlaut Skallagrímur viðurkenninguna fyrir Borgarnesmótið.
Frá vinstri: Halldór B. Jónsson KSÍ, Björgvin Eyjólfsson ÍBV, Einar Friðþjófsson KSÍ/ÍBV, Björn Elíasson ÍBV, Geir Þorsteinsson KSÍ, Hörður Óskarsson ÍBV, Jóhann Jónsson ÍBV. (mynd - eyjafrettir.is)