Fjórir hlutu Gullmerki KÞÍ
Á aðalfundi KÞÍ - Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands síðastliðinn laugardag veitti formaður félagsins, Sigurður Þórir Þorsteinsson, fjórum aðilum gullmerki KÞÍ fyrir framlög sín til þjálfaramenntunar í knattspyrnu hér á landi.
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, fengu gullmerki KÞÍ fyrir framlag sitt til eflingu og uppbyggingu þjálfaramenntunar í íslenskri knattspyrnu.
Bjarni Stefán Konráðsson og Bjarni Jóhannsson, sem báðir eru kunnir knattspyrnuþjálfarar hér á landi, fengu gullmerki KÞÍ fyrir störf sín við þjálfun og þjálfaramenntun í íslenskri knattspyrnu og langa stjórnarsetu í KÞÍ.