FIFA sektar KSÍ um 230.000 krónur
FIFA hefur sektað KSÍ um 5.000 svissneska franka, andvirði um 230.000 króna, vegna fjögurra áminninga sem leikmenn Íslands hlutu í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2006, gegn Svíum á Råsunda 12. október.
Alls hefur FIFA því sektað KSÍ um 15.500 svissneska franka á árinu, eða ríflega 700.000 krónur, vegna áminninga sem leikmenn hafa hlotið í undankeppni HM 2006, en í september hlaut KSÍ sekt upp á 10.500 franka vegna áminninga í leikjunum gegn Króötum á Laugardalsvellinum og gegn Búlgaríu í Sofia.