• mán. 07. nóv. 2005
  • Landslið

Leikjum ársins í undankeppni HM lokið

A landslið kvenna
Alidkv2004-0492

Í byrjun mánaðarins fóru fram tveir leikir í riðli Íslands í undankeppni HM kvennalandsliða 2007, síðustu leikirnir í riðlinum á þessu ári.  Portúgal lék heimaleiki við Svía og Tékka og tapaði þeim báðum með þriggja marka mun.

Þessi úrslit þýða að Svíar eru í efsta sæti riðilsins með sjö stig, eins og Tékkar sem eru í öðru sæti, en  Ísland er í þriðja sæti með fjögur stig.  Hvít-Rússar hafa eitt stig, en Portúgalar eru án stiga.

Í apríl mætast efstu tvö liðin í Tékklandi og keppnin heldur síðan áfram í maí, þar sem Ísland mætir Hvít-Rússlandi ytra og Portúgal leikur tvo leiki, gegn Svíum í Svíþjóð og Hvít-Rússum á heimavelli.