• fim. 03. nóv. 2005
  • Fræðsla

Þjálfararáðstefna KÞÍ í samvinnu við KSÍ

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands
kthi_bordi_2
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ, í samvinnu við KSÍ, heldur ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara og áhugamenn um knattspyrnu laugardaginn 12. nóvember næstkomandi á Grand Hótel við Sigtún kl. 10:30.

Dagskrá:

10:30 Ávarp
Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ
10:40 Framtíðarhugmyndir landsliðsþjálfarans
Eyjólfur Sverrisson þjálfari A-landsliðs karla
11:30 Reynslan af þátttöku Vals í Evrópukeppni kvenna
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari mfl. kvenna hjá Val
11:55 Að búa til sigurvegara
Ólafur Jóhannesson þjálfari mfl. karla hjá FH

12:30 Hádegisverður á Grand Hótel

13:15 Reynslan á leið heim
Teitur Þórðarson yfirþjálfari KR og þjálfari mfl. karla hjá KR, UEFA-Pro þjálfari
14:15 Félagslegt umhverfi knattspyrnuþjálfarans
Viðar Halldórsson, lektor í íþróttafræðum við KÍ, Íþróttafræðasetrið Laugarvatni

15:00 Aðalfundur KÞÍ

Venjuleg aðalfundarstörf
Þjálfarar ársins
Heiðursviðurkenningar
Ráðstefnustjóri er Jörundur Áki Sveinsson

Þátttaka og upplýsingar

Verð:  Kr. 2.500,- fyrir félagsmenn KÞÍ, kr. 5.000,- fyrir ófélagsbundna, matur og kaffiveitingar innifalin.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á kthi@isl.is eða í síma - Sigurður Þórir 861-9401, Njáll 862-5616, Úlfar 862-3204, Ómar 844-3252, Jörundur Áki 821-9294, Jóhann 822-2026 Þórir 896-4980 eða hjá KSÍ í síma 510-2900 fyrir kl. 15:00 föstudaginn 11. nóvember.