Ísland í 5. styrkleikaflokki fyrir EM 2008
A landslið karla er í 5. styrkleikaflokki samkvæmt flokkun UEFA fyrir undankeppni EM 2008. Dregið verður í riðla í Montreux í Sviss 27. janúar næstkomandi. Úrslitakeppnin fer fram í Austurríki og Sviss.
Styrkleikaröðunin byggir á úrslitum leikja í undankeppni EM 2004 og HM 2006.
Gestgjafarnir, Austurríki og Sviss, þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni. Hin 50 aðildarlöndin innan UEFA leika í sjö riðlum í undankeppni og komast efstu tvö liðin í hverjum riðli fyrir sig í lokakeppnina.