Norðurlandamót yngri landsliða næstu árin
Ákveðið hefur verið hvar Norðurlandamót yngri landsliða fara fram árin 2006 - 2012. Þrjú mót eru áætluð á Íslandi - U17 kvenna 2008, U21 kvenna 2009 og U17 karla 2011. Norðurlandamót eru eingöngu haldin fyrir þessi þrjú landslið.
Ár | U17 karla | U17 kvenna | U21 kvenna |
---|---|---|---|
2006 | Færeyjar | Finnland | Noregur |
2007 | Danmörk | Noregur | Finnland |
2008 | Svíþjóð | Ísland | Danmörk |
2009 | Noregur | Svíþjóð | Ísland |
2010 | Finnland | Danmörk | Svíþjóð |
2011 | Ísland | Finnland | Noregur |
2012 | Færeyjar | Noregur | Finnland |
Að auki hefur Knattspyrnusamband Svíþjóðar sótt um að úrslitakeppni EM U21 landsliða karla 2007 verði leikin þar í landi, sem og úrslitakeppni EM U19 karla 2009.
Knattspyrnusamband Noregs hefur sótt um úrslitakeppni HM U17 landsliða karla 2007 og Finnar hafa sótt um úrslitakeppni EM U17 landsliða karla 2009.
Úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna verður haldin á Íslandi 2007.