Íslandsleikar Special Olympics 2005
Níundu Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu voru haldnir á Sauðárkróki 24. september síðastliðinn, en þessir leikar eru haldnir í samvinnu Íþróttasambands fatlaðra og KSÍ.
Þetta voru fimmtu leikarnir sem halda átti utanhúss, en áður hafa verið haldnir utanhúss leikar á Akureyri, Akranesi, í Hafnarfirði og á Selfossi. Slæmt veður á leikdag varð hins vegar til þess að leikarnir voru færðir inn í íþróttahúsið á Króknum.
Innanhúss leikarnir hafa að jafnaði verið haldnir í mars eða byrjun apríl og verið í tengslum við knattspyrnuviku þroskaheftra í Evrópu sem nýtur mikils stuðnings Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.
Nánar er fjallað um Íslandsleika Special Olympics á vef Íþróttasambands fatlaðra.