• þri. 11. okt. 2005
  • Landslið

Byrjunarlið U21 karla gegn Svíum í Eskilstuna

EM U21 landsliða karla
em_u21_karla

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 liðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Svíum, en liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í dag og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma (sýndur beint á Viasat).

Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton, leikur sinn fyrsta leik fyrir U21 landlsliðið og verður á miðjunni ásamt eldri bróður sínum, Davíð Þór.

Íslenska liðið getur haft áhrif á lokastöðuna í riðlinum, því Svíar þurfa að vinna leikinn til að vera öruggir með að komast áfram.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður:  Ingvar Þór Kale.

Hægri bakvörður:  Jónas Guðni Sævarsson.

Vinstri bakvörður:  Gunnar Þór Gunnarsson.

Miðverðir:  Tryggvi Sveinn Bjarnason og Ragnar Sigurðsson.

Tengiliðir:  Davíð Þór Viðarsson (fyrirliði) og Bjarni Þór Viðarsson.

Hægri kantmaður:  Sigmundur Kristjánsson.

Vinstri kantmaður:  Emil Hallfreðsson.

Sóknartengiliður:  Pálmi Rafn Pálmason.

Framherji:  Hörður Sveinsson.