• mið. 05. okt. 2005
  • Landslið

Rússneskir dómarar í báðum A-landsleikjunum

Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...
domarimedbolta

Dómgæslan í báðum leikjum A-landsliðs karla sem framundan eru verður í höndum Rússa.

Stanislav Sukhina verður dómari í vináttuleiknum gegn Pólverjum, en Valentin Ivanov dæmir leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 2006.

Dómaratríóið í vináttulandsleik Pólverja og Íslendinga á föstudag er rússneskt, en varadómarinn verður pólskur.  Tríóið er þannig skipað:

Dómari - Stanislav Sukhina

Aðstoðardómari 1 - Lev Antonov

Aðstoðardómari 2 - Igor Kotkovskiy

 

Dómarakvartettinn í leiknum gegn Svíum í undankeppni HM á Råsunda í Stokkhólmi 12. október er alrússneskur og er þannig skipaður:

Dómari - Valentin Ivanov

Aðstoðardómari 1 - Evgueni Volnin

Aðstoðardómari 2 - Nikolai Golubev

Varadómari - Iouri Baskakov

 

Dómararnir í viðureign U21 landsliða Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í Eskilstuna 11. október koma frá Norður-Írlandi.

Dómari - Mark Courtney

Aðstoðardómari 1 - Paul Munn

Aðstoðardómari 2 - Gerard Flynn

Varadómari - Adrian McCourt