Þjálfarastyrkir ÍSÍ - Haust 2005
Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja námskeið eða kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000.-
Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina.
Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir mánudaginn 24. október nk.
Umsóknareyðublöð (pdf. skjal) er hægt að nálgast hér og á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal.