Breytingar á landsliðshópnum gegn Pólverjum og Svíum
Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum. Fyrri leikurinn er vináttuleikur, en síðari leikurinn er í lokaumferð undankeppni HM 2006.
Helgi Valur Daníelsson, sem leikur með Fylki og var valinn í úrvalslið Landsbankadeildarinnar, kemur í stað Jóhannesar Harðarsonar, sem eru meiddur.
Markvörður Íslandsmeistara FH, Daði Lárusson, kemur inn í hópinn í stað Árna Gauts Arasonar, en kona Árna Gauts á von á barni um þær mundir sem leikirnir fara fram. Vonir standa þó til að Árni geti allavega leikið gegn Svíum 12. október, en Daði yrði engu að síður áfram með hópnum.