• mán. 03. okt. 2005
  • Landslið

Breytingar á landsliðshópnum gegn Pólverjum og Svíum

Helgi Valur Daníelsson
helgi_valur

Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum.  Fyrri leikurinn er vináttuleikur, en síðari leikurinn er í lokaumferð undankeppni HM 2006.

Helgi Valur Daníelsson, sem leikur með Fylki og var valinn í úrvalslið Landsbankadeildarinnar, kemur í stað Jóhannesar Harðarsonar, sem eru meiddur.

Markvörður Íslandsmeistara FH, Daði Lárusson, kemur inn í hópinn í stað Árna Gauts Arasonar, en kona Árna Gauts á von á barni um þær mundir sem leikirnir fara fram.  Vonir standa þó til að Árni geti allavega leikið gegn Svíum 12. október, en Daði yrði engu að síður áfram með hópnum.

Hópurinn