• fim. 29. sep. 2005
  • Landslið

U19 kvenna mætir Bosníu/Hersegóvínu í dag

EM U19 landsliða kvenna
em_u19_kvenna

U19 landslið kvenna leikur gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Riðillinn fer fram í Sarajevo, þannig að Bosníumenn eru á heimavelli.

Eins og kunnugt er vann íslenska liðið 7-0 sigur á Georgíu í fyrstu umferð riðilsins og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, gert eina breytingu á byrjunarliðinu frá þeim leik - Unnur Á. Guðmundsdóttir kemur inn í miðvörðinn í stað Guðrúnar Erlu Hilmarsdóttur.

Í hinum leik dagsins mætast Georgía og Rússland, en Rússar lögðu lið Bosníu/Hersegóvínu í fyrstu umferð riðilsins með sex mörkum gegn engu.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Ása Dögg Aðalsteinsdóttir.

Bakverðir: Laufey Björnsdóttir og Hekla Pálmadóttir.

Miðverðir: Unnur Á. Guðmundsdóttir og María Kristjánsdóttir.

Varnartengiliður: Elísa Pálsdóttir.

Kantmenn: Sandra Sif Magnúsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir (fyrirliði).

Tengiliður: Lára Hafliðadóttir og Björg Bjarnadóttir.

Framherji: Katrín Ómarsdóttir.