• mið. 28. sep. 2005
  • Landslið

Sænski hópurinn gegn Króatíu og Íslandi

Knattspyrnusamband Svíþjóðar
sverige_merki

Svíar hafa tilkynnt gríðarsterkan 22 manna landsliðshóp fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu í Zagreb 8. október og Íslandi á Råsunda í Stokkhólmi 12. október. Nú þegar hafa selst um 31.000 miðar á leikinn gegn Íslandi.

Sigri Svíar Króata í Zagreb tryggja þeir sér efsta sæti 8. riðils fyrir leikinn gegn Íslandi. Geri Króatar og Svíar jafntefli heldur sænska liðið efsta sæti riðilsins, en verður að vinna Ísland í lokaumferðinni til að halda sér örugglega þar.

Markatala Svía í riðlinum er ótrúleg, þeir hafa skorað 27 mörk og aðeins fengið á sig tvö, en annað þeirra kom í eina tapi liðsins í undankeppninni, gegn Króatíu á Råsunda í 2. umferð.

Leikmenn Svía eru á mála hjá félögum víðs vegar um Evrópu - 10 leikmenn af 22 leika á Norðurlöndum, en aðrir leika í Frakklandi, Hollandi, Englandi, Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Belgíu.

Um afar reynslumikinn hóp er að ræða, enda hafa allir leikmennirnir nema tveir leikið yfir 10 A-landsleiki. Leikjahæstur er framherjinn Henrik Larsson, sem leikur með spænska stórliðinu Barcelona, og hann er jafnframt markahæstur. Larsson hefur leikið 85 sinnum með sænska landsliðinu og skorað 33 mörk.

Landsliðshópur Svía

Leikmaður

Félag

L

M

Eddie Gustafsson (M)

Ham-Kam Fotball

6

-

Andreas Isaksson (M)

Stade Rennais FC

35

-

Christoffer Andersson

Lillestrøm SK

21

-

Erik Edman

Stade Rennais FC

32

1

Petter Hansson

SC Heerenveen

11

-

Teddy Lucic

BK Häcken

75

-

Olof Mellberg

Aston Villa FC

59

2

Mikael Nilsson

Panathinaikos FC

25

3

Alexander Östlund

Feyenoord

18

-

Niclas Alexandersson

IFK Göteborg

80

7

Marcus Allbäck

FC København

52

23

Daniel Andersson

Malmö FF

44

-

Johan Elmander

Brøndby IF

14

6

Zlatan Ibrahimovic

Juventus FC

35

17

Mattias Jonson

Djurgårdens IF

48

9

Kim Källström

Stade Rennais FC

29

3

Henrik Larsson

FC Barcelona

85

33

Tobias Linderoth

FC København

52

1

Fredrik Ljungberg

Arsenal FC

54

12

Markus Rosenberg

AFC Ajax

5

2

Anders Svensson

IF Elfsborg

59

12

Christian Wilhelmsson

RSC Anderlecht

24

2