• mið. 28. sep. 2005
  • Landslið

Íslenski hópurinn gegn Pólverjum og Svíum

Knattspyrnusamband Íslands
ksi_merki

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í Varsjá 7. október og leikinn gegn Svíum í Stokkhólmi í undankeppni HM 2006 12. október.

Einn nýliði er í hópnum, Sölvi Geir Ottesen Jónsson, sem leikur með Djurgården í Svíþjóð.  Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson verða ekki með í leikjunum tveimur, enda eru þeir í leikbanni gegn Svíum og þar sem leikurinn gegn Pólverjum er liður í undirbúningi liðsins fyrir leikinn í Stokkhólmi fá þeir félagar frí í leiknum í Varsjá.

Leikurinn gegn Pólverjum fer fram á heimavelli Legia, Wojska Polskiego leikvanginum í Varsjá, sem var upphaflega byggður árið 1916 og tekur rúmlega 15.000 manns í sæti.

Nú þegar hafa selst um 31.000 miðar á leik Svíþjóðar og Íslands, sem fram fer á Råsunda leikvanginum í Stokkhólmi, en Råsunda tekur 37.000 manns í sæti.  Alls eru þrír leikmenn í íslenska hópnum sem leika þar í landi - Sölvi, Kári Árnason, sem einnig leikur með Djurgården, og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem leikur með Halmstad og er þegar þetta er ritað markahæsti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni.

Landsliðshópur Íslands