• þri. 27. sep. 2005
  • Landslið

U17 karla úr leik eftir tap gegn Tékkum

EM U17 landsliða karla
em_u17_karla

U17 landslið karla hafnaði í 3. sæti síns riðils í undankeppni EM, sem fram fór í Bosníu/Hersegóveníu.  Lokaumferðin fór fram í dag, þriðjudag, og beið íslenska liðið 1-4 ósigur gegn Tékkum.

Fyrir leikinn gegn Tékkum var ljóst að jafntefli myndi duga íslenska liðinu til að komast áfram í riðlinum

Aron Einar Gunnarsson náði forystunni eftir hálftíma leik og Ísland leiddi með einu marki í leikhléi.  Tékkar skoruðu síðan tvö mörk með stuttu millibili um miðjan síðar hálfleik, það fyrra úr vafasamri vítasyrnu, og skoruðu síðan aftur tvö mörk undir lok leiksins. 

Lokatölur leiksins urðu því 4-1, Tékkum í vil, sem tryggði þeim 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í milliriðlum ásamt liði Svía.