• fös. 23. sep. 2005
  • Fræðsla

Þýskubíllinn fer hringferð um landið

Heimsmeistarakeppnin 2006
hm_2006_logo

Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir, þýski sendiherrann Johann Wenzl, rektor Háskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir og fulltrúar yngri kynslóðarinnar munu hefja fyrstu hringferð Þýskubílsins á evrópskum tungumáladegi klukkan 16 við Aðalbyggingu HÍ þann 26. september nk.

Þýskuþjálfarinn, Kristian Wiegand, mun á næstu vikum heimsækja íþróttafélög og skóla á Íslandi, kynna heimsmeistaramótið í Þýskalandi 2006 og bjóða upp á örnámskeið í “fótboltaþýsku”.

Áætlun Þýskubílsins

26.9. Við Aðalbyggingu Háskóla Íslands
27. 9. Grundarfjörður/Ólafsvík
28.9. Stykkishólmur
29. 9. Patreksfjörður/Tálknafjörður/Bíldudalur
30. 9. Þingeyri/Flateyri/Suðureyri
1.-3. 10. Ísafjörður/Bolungarvík/Súðavík
4. 10. Hólmavík
5. 10. Laugarbakki/ Blönduós
6. 10. Varmahlíð/Sauðárkrókur
7. 10.   Hólar/ Hofsós/Siglufjörður
8. 10. Ólafsfjörður/Dalvík
10.-11. 10. Akureyri
12. 10. Laugar
13. 10. Húsavík/ Reykjahlíð
14.-15. 10.  Egilsstaðir
16.10. Seyðisfjörður/ Reyðarfjörður
17. 10. Neskaupstaður

18.10. Djúpivogur/Höfn
19. 10. Kirkjubæjarklaustur
21. -23. 10. Hansadagar í Hafnarfirði

Frá 24.10. staðir á Suður- og Suðurvesturlandi frá Vík í Mýrdal að Borganesi.

 

Íþróttafélög sem vilja fá heimsókn frá Þýskubílnum eru hvött til að hafa samband við neðangreinda:

Guðrún J. Bachmann                                     
Kynningarstjóri
Markaðs- og samskiptadeild
s. 525 4234 / 864 0124

Oddný G. Sverrisdóttir
forseti hugvísindadeildar HÍ
stjórnandi Þýskubílsins

899 6956 eða 525 4717