Ætlar þú á þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust?
Þjálfaranámskeið KSÍ hefjast nú fljótlega og skráning er hafin á flest námskeiðin. Undanfarin ár hefur verið gríðarleg þátttaka og því er best að skrá sig sem fyrst. Þjálfaranámskeið KSÍ eru helgarnámskeið og eru bæði bókleg og verkleg. Þau eru stigvaxandi og því þarf að byrja á KSÍ I áður en hægt er að fara á KSÍ II námskeiðið o.s.frv.
Námskeiðin eru öllum opin og kosta á bilinu 14.000-16.000 krónur.
Skráning er hafin hjá Ragnheiði í síma 510-2900 (ragga@ksi.is)
Námskeiðin í haust:
14-16. okt KSÍ I í Reykjavík/Keflavík (verð 14.000 kr)
14-16. okt KSÍ I á Akureyri (verð 14.000 kr)
21-23. okt KSÍ I í Reykjavík/Keflavík (verð 14.000 kr)
28-30. okt KSÍ II í Reykjavík/Keflavík (verð 14.000 kr)
4-6. nóv KSÍ II í Reykjavík/Keflavík (verð 14.000 kr)
11-13.nóv KSÍ IV í Reykjavík/Keflavík (verð 16.000 kr)
Önnur námskeið/ráðstefnur í haust:
KSÍ II á Akureyri (dagsetning óákveðin)
12-13.nóv Afmælisráðstefna KÞÍ (í samvinnu við KSÍ)
26. nóv KSÍ/ÍSÍ sameiginleg ráðstefna (áætluð dagsetning)
Skriflegt próf á KSÍ VII er áætlað í seinni hluta nóvember
Öðrum námskeiðum verður bætt við ef þörf verður á vegna mikillar þátttöku.