• fim. 15. sep. 2005
  • Fræðsla

Grótta auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla

Grótta
Grtta

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara 4. flokks karla fyrir árið 2005-2006. Um er að ræða tvískiptar æfingar (eldra ár / yngra ár) og flokkurinn telur rúmlega 50 drengi sem munu leika í B-riðli á næsta ári.

Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi og hefur iðkendum fjölgað verulega síðastliðin ár. Umsækjendur þurfa að hafa viðurkennda reynslu af þjálfun, hafa sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ eða sambærileg námskeið.

Leitað er eftir einstaklingum með faglegan metnað og áhuga á að koma að öflugu uppbyggingarstarfi félagsins.

Nýr gervigrasvöllur verður tekinn í notkun næsta vor hjá félaginu.

Umsókn skal berast á hilmar.sigurdsson@isb.is og nánari upplýsingar veita Hilmar í síma 844-4950 eða Kristín í síma 898-8133.