• lau. 10. sep. 2005
  • Landslið

Kvennalandsliðið gegn Tékkum tilkynnt

A lið kvenna
Alidkv2004-0491

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn fyrir viðureignina gegn Tékkum í undankeppni HM 2007, en liðin mætast í Kravare í Tékklandi 24. september.

Olga Færseth kemur inn í hópinn að nýju, en hún hefur gert 14 mörk í 51 landsleik.

Tékkar hafa leikið einn leik í keppninni, gerðu jafntefli við Hvíta-Rússland, sem Íslendingar lögðu með þremur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki.

Leikurinn gegn Tékkum gæti orðið tímamótaleikur fyrir Guðlaugu Jónsdóttur. Ef hún tekur þátt í leiknum verður það hennar 50. A-landsleikur fyrir Íslands hönd. Þess má geta að Guðlaug er eina móðirin í hópnum.

Landsliðshópur kvenna

Dagskrá liðsins