• mið. 07. sep. 2005
  • Landslið

Búlgaría og Ísland mætast í undankeppni HM í dag

Heimsmeistarakeppnin 2006
hm_2006_logo

Búlgaría og Ísland mætast í dag, miðvikudag, í undankeppni HM 2006 á Vassil Levski leikvanginum í Sofia. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Sýn.

Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt tveimur tímum fyrir leik og verður birt hér á ksi.is um leið og upplýsingarnar berast.

Vassil Levski er þjóðarleikvangur Búlgara og tekur 43.384 áhorfendur í sæti. Leikvangurinn er fjölnota og er hlaupabraut í kringum keppnisvöllinn.

Ísland hefur mætt Búlgaríu fjórum sinnum áður, þrisvar sinnum á Laugardalsvelli og einu sinni í Sofia í Búlgaríu. Þrisvar sinnum hafa Búlgarar haft sigur, en einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Markatalan í þessum fjórum leikjum er 9-5, Búlgörum í vil.

Síðasta viðureign var fyrri leikur liðanna í undankeppninni, 1-3 tap á Laugardalsvellinum í september í fyrra að viðstöddum rúmlega 5.000 áhorfendum.