• þri. 06. sep. 2005
  • Landslið

Tvær breytingar á byrjunarliði U21 karla

EM U21 landsliða karla
em_u21_karla

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Króatíu á KR-velli á dögunum fyrir leikinn gegn Búlgaríu í dag í undankeppni EM. 

Liðin mætast í Sofia og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. 

Garðar Gunnlaugsson og Andri Ólafsson koma inn í byrjunarliðið í stað þeirra Steinþórs Gíslasonar og Pálma Rafns Pálmasonar.  Garðar fer í sóknina við hlið Harðar Sveinssonar og Andri kemur inn á miðjuna, en Jónas Guðni Sævarsson, sem lék á miðjunni gegn Króötum, er færður í hægri bakvörð í stað Steinþórs.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður:  Ingvar Þór Kale

Bakverðir:  Jónas Guðni Sævarsson og Gunnar Þór Gunnarsson.

Miðverðir:  Tryggvi Sveinn Bjarnason og Sölvi Geir Ottesen Jónsson.

Tengiliðir:  Davíð Þór Viðarsson (fyrirliði) og Andri Ólafsson.

Kantmenn:  Sigmundur Kristjánsson og Emil Hallfreðsson.

Framherjar:  Hörður Sveinsson og Garðar Gunnlaugsson.