Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í dag
Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 18:05 í dag í undankeppni HM 2006.
Leikið er með sama kerfi (4-5-1) og gert var gegn Suður-Afríku í síðasta mánuði, en nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu.
Stillt er upp með fjögurra manna varnarlínu og fyrir framan vörnina leika tveir djúpir tengiliðir. Fyrir framan tengiliðina tvo er leikið með tvo kantmenn og sóknartengilið fyrir aftan framherjann.
Byrjunarlið Íslands
Markvörður: Árni Gautur Arason.
Hægri bakvörður: Kristján Örn Sigurðsson.
Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson
Miðverðir: Auðun Helgason og Hermann Hreiðarsson.
Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gíslason.
Hægri kantur: Grétar Rafn Steinsson.
Vinstri kantur: Gylfi Einarsson.
Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði).
Framherji: Heiðar Helguson.
Byrjunarlið Íslands og Króatíu með númerum og upplýsingum um leikja- og markafjölda