• fös. 02. sep. 2005
  • Landslið

Byrjunarlið U19 karla gegn Hollendingum

Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu
Bjarni_FHingur

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum, en liðin mætast í Spakenburg í Hollandi í dag og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.

U19 landslið Hollands og Íslands hafa mæst fjórum sinnum áður og hafa Hollendingar unnið þrisvar sinnum, en einu sinni gerðu liðin jafntefli.

Leikurinn í dag er liður í undirbúningi beggja liða fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Bosníu í byrjun október.

Íslenska liðið hefur þegar leikið tvo æfingaleiki á árinu, báða gegn Svíum hér á landi.  Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Íslands, en þeim síðari með 2-2 jafntefli.

Byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum

Markvörður:  Atli Jónasson.

Bakverðir:  Ari Freyr Skúlason og Haukur Páll Sigurðsson.

Miðverðir:  Heimir Einarsson og Guðmann Þórisson.

Tengiliðir:  Bjarni Þór Viðarsson og Theodór Elmar Bjarnason (fyrirliði).

Kantmenn:  Rúrik Gíslason og Gunnar Kristjánsson.

Sóknartengiliður:  Heiðar Geir Júlíusson.

Framherji:  Matthías Vilhjálmsson.

U19 landsliðshópurinn