• fim. 01. sep. 2005
  • Landslið

Margir leggja sitt af mörkum

Gylfi Einarsson fagnar marki sínu gegn Ítalíu
gylfi_einarsson_skorar_ita

Þó ætlast sé til þess að framherjarnir sjái um bróðurpartinn af markaskorun í knattspyrnu er ekki verra ef aðrir leikmenn leggja sitt af mörkum.  Af 16 útispilurum í landsliðshópi Íslands gegn Króatíu hafa 13 leikmenn skorað.

Þeir einu í hópnum sem eiga eftir að skora fyrir landsliðið eru Kári Árnason, Stefán Gíslason og Jóhannes Harðarson.

Eiður Smári Guðjohnsen er markahæstur í hópnum með 15 mörk og er hann kominn í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn A-landsliðs karla frá upphafi.  Þar trónir Ríkharður Jónsson á toppnum með 17 mörk.

Þess má geta að í leikmannahópi U21 landsliðsins eru aðeins tveir leikmenn sem hafa skorað mark fyrir liðið.