Þýskir dómarar á leik Íslands og Króatíu
Dómararnir í viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 á laugardag koma frá Þýskalandi, eftirlitsmaðurinn er danskur og dómaraeftirlitsmaðurinn ítalskur. Dómararnir í leik U21 liðanna á KR-velli á föstudag koma frá Ísrael.
A landslið karla
Ísland - Króatía
Laugardaginn 3. september kl. 18:05
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM 2006
Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi
Aðstoðardómarar: Markus Scheibel og Harald Sather, Þýskalandi
Fjórði Dómari: Peter Sippel, Þýskalandi
Eftirlitsmaður FIFA: Benny Jacobsen, Danmörku
Eftirlitsmaður dómara: Marcello Nicchi, Ítalíu
U21 landslið karla
Ísland - Króatía
Föstudaginn 2. september kl. 17:00
KR-völlur
Undankeppni EM
Dómari: Meir Levi, Ísrael
Aðstoðardómarar: Shlomo Benita og Abed Al Ramili,Ísrael
Fjórði Dómari: Eran Frost, Ísrael
Eftirlitsmaður: Benny Jacobsen, Danmörku