• mán. 29. ágú. 2005
  • Landslið

Þrír nýliðar í U21 hópnum gegn Króatíu og Búlgaríu

Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004
U21-2004-0093

Þrír nýliðar eru í U21 landsliðshópi Eyjólfs Sverrissonar fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu í undankeppni EM, þeir Ingvar Þór Kale, Andri Júlíusson og Andri Ólafsson. 

Framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.

Þá er Ólafur Ingi Skúlason, sem verið hefur fyrirliði U21 liðsins undanfarið, einnig meiddur og verður væntanlega nokkuð lengi frá.

Hópurinn gegn Króatíu og Búlgaríu