Svíþjóð - Ísland beint á RÚV á sunnudag
Viðureign Svíþjóðar og Íslands í undankeppni HM kvennalandsliða 2007 verður sýndur í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Leikurinn fer fram sunnudaginn 28. ágúst og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma, en útsending RÚV hefst 10 mínútum fyrr.
Þetta er aðeins í annað sinn sem útileikur kvennalandsliðsins er sýndur beint í sjónvarpi, en fyrra skiptið var þegar Ísland lék síðari leik sinn í umspili gegn Norðmönnum um sæti í lokakeppni EM síðasta haust.
Heimaleikir kvennalandsliðsins undanfarin ár hafa verið sýndir beint á RÚV, en eins og fyrr segir er þetta aðeins í annað sinn sem útileikur er sýndur beint í sjónvarpi.