Barnaþorpið í Brovary það fyrsta í Úkraínu
Frá því er greint í nýjasta fréttabréfi SOS-barnaþorpanna að barnaþorpið í Brovary, sem SOS-barnaþorpin á Íslandi og KSÍ hafa meðal annars sameinast um að safna fé fyrir, verður það fyrsta í landinu. Byggingin er um það bil að hefjast og mun að vonum verða lokið á næsta ári.
Eftir fall Sovétríkjanna hafa SOS-barnaþorpin einbeitt sér að uppbyggingu í Austur-Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin gera allt sem hægt er til að bæta lífsskilyrði félagslegra munaðarleysingja sem skipta þúsundum.
Nánari upplýsingar um SOS-barnaþorpin er að finna á vef samtakanna.
Öll framlög skipta máli. Hjálpumst að við uppbygginguna í Úkraínu!